Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 12:02 Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson skoruðu báðir fyrir Víkinga gegn Val í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi. Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira