Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2022 06:53 Selenskí segir Rússa vilja svipta Úkraínumenn öllu, þar á meðal réttinum til lífs. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira