Erlent

Vaktin: Her­lög gilda í þrjá mánuði í við­bót

Árni Sæberg skrifar
Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað framlengingu á gildistíma herlaga í Úkraínu.
Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað framlengingu á gildistíma herlaga í Úkraínu. Volodymyr Tarasov/Getty

Rússar segjast hafa tekið 2.500 úkraínska hermann fangna í Azovstal-stálverinu sem Rússar hafa setið um í að verða tvo mánuði. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donbas segir hermennina munu sæta ákæru

Úkraínumenn hafa beðið Rússa að veita hermönnum réttindi stríðsfanga og að þeim verði hleypt aftur til Úkraínu.

Varaforseti Úkraínu, Iryna Vereschuk, sagði í dag að stjórnvöld muni berjast fyrir frelsi hermannanna.

Rússar hafa náð hafnarborginni Mariupol algjörlega á sitt vald en Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi í gær að friðarsamningaaviðræður milli hans og Pútíns muni hefjast á næstunni.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×