Enski boltinn

Haaland gaf öllum liðsfélögunum milljóna Rolex úr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland kveður stuðningsmenn Borussia Dortmund í síðasta leik sínum á Signal Iduna Park
Erling Haaland kveður stuðningsmenn Borussia Dortmund í síðasta leik sínum á Signal Iduna Park Getty/Lars Baron

Erling Braut Haaland kvaddi Borussia Dortmund á dögunum en hann er að ganga til liðs við Manchester City í sumar.

Haaland fann sig vel hjá Dortmund og var með 86 mörk og 23 stoðsendingar í 89 leikjum fyrir þýska félagið í öllum keppnum.

Hann var greinilega þakklátur fyrir þjónustuna frá liðsfélögunum því þeir fengu allir dýrindis Rolex úr í kveðjugjöf frá honum.

Þýska blaðið Bild segir frá þessu og að það hafi verið persónuleg skilaboð frá Haaland grafin í hvert úr.

Hvert úr kostaði um tvær milljónir íslenskra króna og allur pakkinn kostaði norska framherjann því um 68 milljónir.

Haaland var þó ekki að steypa sér í skuldi með þessu því samkvæmt fréttum af nýjum samningi hans við Manchester City þá er þetta eins vikulaun hjá honum næstu fimm árin.

Tuttugu starfsmenn Dortmund fengu einnig Omega klukku sem kostaði um 680 þúsund krónur stykkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×