Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður Hamranna frá því í æsku, gekk í raðir West Ham í ársbyrjun 2021.
Hún var algjör lykilmaður í liðinu í vetur og spilaði 28 leiki, næstflesta af öllum í liðinu. Þá varð hún markahæst ásamt Claudiu Walker með sex mörk, þar á meðal lykilmörk gegn Reading, Everton og Tottenham.
Here to stay! @dagnybrynjars has extended her contract with the Club until 2024
— West Ham United Women (@westhamwomen) May 18, 2022
https://t.co/MF3jkf99RB pic.twitter.com/tYRoxrpLVB
Á heimasíðu West Ham lýsir félagið yfir mikilli ánægju með nýja samninginn við Dagnýju sem er þrítug og hefur leikið 101 A-landsleik fyrir Ísland.
„Ég er í skýjunum með að halda áfram hjá West Ham United. Ég hef notið þess að vera hérna síðasta eitt og hálfa árið og hlakka til að skapa fleiri minningar í vínrauðu og bláu,“ sagði Dagný á heimasíðu West Ham.
Þar kveðst hún einnig spennt fyrir því að spila undir stjórn Paul Konchesky sem nú er orðinn aðalþjálfari liðsins eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari.
