Enski boltinn

Dagný áfram í West Ham næstu árin

Sindri Sverrisson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir er lykilmaður í liði West Ham.
Dagný Brynjarsdóttir er lykilmaður í liði West Ham. Getty/Julian Finney

Dagný Brynjarsdóttir verður áfram hjá enska knattspyrnufélaginu West Ham til sumarsins 2024 hið minnsta, miðað við nýjan samning sem hún hefur skrifað undir.

Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður Hamranna frá því í æsku, gekk í raðir West Ham í ársbyrjun 2021.

Hún var algjör lykilmaður í liðinu í vetur og spilaði 28 leiki, næstflesta af öllum í liðinu. Þá varð hún markahæst ásamt Claudiu Walker með sex mörk, þar á meðal lykilmörk gegn Reading, Everton og Tottenham.

Á heimasíðu West Ham lýsir félagið yfir mikilli ánægju með nýja samninginn við Dagnýju sem er þrítug og hefur leikið 101 A-landsleik fyrir Ísland.

„Ég er í skýjunum með að halda áfram hjá West Ham United. Ég hef notið þess að vera hérna síðasta eitt og hálfa árið og hlakka til að skapa fleiri minningar í vínrauðu og bláu,“ sagði Dagný á heimasíðu West Ham.

Þar kveðst hún einnig spennt fyrir því að spila undir stjórn Paul Konchesky sem nú er orðinn aðalþjálfari liðsins eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari.

Dagný Brynjarsdóttir kvittar undir nýja samninginn við West Ham. Hún verður áfram í Lundúnum næstu tvö árin hið minnsta.whufc.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×