Leikmaður í ensku B-deildinni kom út úr skápnum | Fengið stuðning úr öllum áttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 18:16 Jake Daniels, leikmaður Blackpool. Sky Sports Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú. Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira