Leikmaður í ensku B-deildinni kom út úr skápnum | Fengið stuðning úr öllum áttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 18:16 Jake Daniels, leikmaður Blackpool. Sky Sports Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú. Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira