Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2022 22:20 Breiðablik fagnar fyrsta marki liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og það vantaði upp á gæðin hjá báðum liðum. Víkingar voru sérstaklega í vandræðum með uppspilið sitt og hvorugt liðið náði að skapa sér hættulegt færi. Síðari hálfleikur byrjaði svo fjörlega. Bæði lið voru búin að fá hálffæri þegar Ísak Snær Þorvaldsson kom Breiðablik yfir á 56.mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði fyrsta mark Breiðabliks í kvöld en það er hans sjöunda mark í Bestu deildinni í sumar.Vísir/Hulda Margrét Á 72.mínútu kom Jason Daði Svanþórsson Blikum síðan í 2-0 eftir skelfileg mistök í öftustu línu Víkinga, Erlingur Agnarsson skallaði boltann yfir Ingvar Jónsson sem kom út úr markinu. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Jason Daða sem skoraði í tómt markið. Fjórum mínútum síðar skoraði svo Kristinn Steindórsson frábært mark eftir geggjaðan samleik Blika við teiginn sem endaði með því að Kristinn hálfpartinn vippaði boltanum í fjærhornið. Fátt markvert gerðist það sem eftir var, þar til rétt á lokasekúndunum. Þá fékk Kristall Máni Ingason beint rautt spjald eftir viðskipti við Davíð Ingvarsson í markteignum. Leikur Víkinga kórónaður þar. Kristall Máni í þann mund að fá reisupassann.Vísir/Hulda Margrét Lokatölur 3-0 og Breiðablik því áfram með fullt hús stiga á toppi Bestu Deildarinnar. Af hverju vann Breiðablik? Eftir lítilfjörlegan fyrri hálfleik sýndu Blikar gæði sín í síðari hálfleiknum. Þeir voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fyrir utan að Víkingar náðu aldrei að ógna ógnarsterkri vörn Blika almennilega, þá voru Íslandsmeistararnir sjálfir mistækir í sínum varnarleik. Davíð Ingvarsson og Kristall Máni Ingason berjast um boltann í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrstu tvö mörkin komu eftir vafasamar ákvarðanir Víkinga en þriðja markið eftir frábæra sókn Breiðabliks. Víkingar misstu lykilmenn af velli og það nýtti Kópavogsliðið sér. Þessir stóðu upp úr: Hjá Breiðablik voru margir góðir. Varnarmennirnir stóðu sig vel allir sem einn með þá Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson fremsta í flokki. Oliver Sigurjónsson var góður á miðjunni og þá átti Kristinn Steindórsson mjög góðan leik og kórónaði hann með frábæru marki. Hjá Víkingum var fátt um fína drætti þó fyrri hálfleikur hafi verið í lagi. Það færir Víkingum mikið að fá Pablo Punyed á miðjuna eftir meiðsli en hann er þó ekki kominn í sitt besta form. Júlíus Magnússon er sömuleiðis duglegur á miðjunni. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum. Víkingunum gekk sérstaklega illa með sitt uppspil og Kyle McLagan átti fjölmargar sendingar úr vörninni sem fóru út af vellinum eða beint á leikmann Breiðabliks. Oliver Sigurjónsson átti góðan leik á miðju Breiðabliks í dag.Vísir/Hulda Margrét Víkingum gekk síðan illa að halda haus eftir að þeir fengu á sig fyrsta markið. Annað markið var auðvitað gjöf og svo lætur Kristall Máni pirringin hafa of mikil áhrif á sig og nær sér í dýrkeypt rautt spjald undir lok leiksins. Hvað gerist næst? Breiðablik á leik gegn Fram í Kópavoginum á sunnudag og svona fyrirfram myndi maður telja líklegt að þar haldi þeir áfram á sigurgöngu sinni. Víkingar fara á Valsvöllinn þann sama dag og mæta heimamönnum í Val. Óskar: „Getum ekki mætt og haldið að það sé búið að rúlla út rauða dreglinum“ Óskar Hrafn á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var langt frá því að vera kominn eitthvað upp til skýjanna þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Ég met þetta bara svona, ég er sæmilega sáttur. Mér fannst að frammistaðan hefði mátt vera betri, mér fannst við geta haldið betur í boltann og vera full fjótir á okkur. Mér finnst við eiga mikið inni þegar kemur að því að halda í boltann.“ „Víkingar eru með gott pressulið en til að pressa okkur þurfa þeir að koma hátt á völlinn og þá myndast svæði á bakvið og við fórum í þau. Þetta var fínt, ekkert meira.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fyrstu sex umferðirnar í Bestu deildinni og sitja vitaskuld á toppi deildarinnar. „Ég ætla samt að áskilja mér rétt til að vera sæmilega sáttur, það er fínt að vinna og allt það en mér finnst við eiga mikið inni og við þurfum að ná því fram áður en við getum farið að vera rosalega ánægðir með okkur. Það gefur ekki neitt þegar sex umferðir eru búnar að hossa okkur á einhverjum árangri, það gefur ekki neitt. Það er bara áfram gakk og við þurfum að gera betur.“ Ísak Snær Þorvaldsson kom til Breiðabliks fyrir tímabilið. Hann spilaði mest megnis á miðjunni fyrir ÍA í fyrra en Óskar Hrafn hefur látið hann spila framar fyrir Blikaliðið og Ísak hefur svarað með sjö mörkum í fyrstu sex leikjum liðsins. Óskar viðurkennir að hafa ekki séð þetta fyrir. Gísli Eyjólfsson og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Það sem ég vissi er að hann er með afburða líkamlega hæfileika og kraft sem þurfti að leysa úr læðingi. Hvar þann kraft var best að leysa úr læðingi var óljóst og það tók okkur smá tíma að komast að því. Hann er búinn að vera frábær og frammistaðan til algjörrar fyrirmyndar. Hvernig hann hefur tæklað þennan mikla meðbyr í upphafi móts hefur verið frábært að fylgjast með, hann hefur algjörlega haldið sig á jörðinni. Ég gat ekki séð þetta fyrir en ég vissi að það bjó mikið í honum,“ sagði Óskar og bætti við að það væru engin alvarleg meiðsli að baki því að Ísak var tekinn af velli. Eins og áður segir er Óskar Hrafn síður en svo kominn á eitthvað flug þó svo að hans menn séu með átjáns stig eftir sex umferðir. „Við mætum á móti Fram og fáum þá í heimsókn á sunnudagskvöldið. Það stoppa okkur allir ef við höldum að við séum óstöðvandi. Við getum fagnað sigrinum í kvöld en svo vöknum við bara á morgun og förum að undirbúa næsta leik. Við megum ekki fara á flug með fjölmiðlamönnum og einhverjum hlaðvörpum um að við séum svo æðislegir og frábærir og þetta sé allt komið.“ Oliver Sigurjónsson skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af.Vísir/Hulda Margrét „Það eru bara sex umferðir búnar og ef mér skjáltast ekki þá er tuttugu og ein umferð eftir. Það er nánast heilt mót, 63 stig. Það er rosalega mikilvægt að halda okkur á jörðinni, ekki halda að við séum eitthvað betri en við erum. Það er búið að ganga ágætlega, við erum búnir að eiga góða leiki og leiki þar sem við höfum viljað halda betur í boltann,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Úrslitin hafa verið fín og stigasöfnunin ágæt. Við fáum ekkert fyrir það í næsta leik, það er Fram sem hefur verið að taka stórstigum framförum. Þeir eru að koma upp núna, eru skemmtilegt lið og það verður frábært verkefni. Við getum ekki mætt og haldið að það sé búið að rúlla út rauða dreglinum. Það er ekki þannig Gulli, við þurfum að hafa fyrir þessu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik
Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og það vantaði upp á gæðin hjá báðum liðum. Víkingar voru sérstaklega í vandræðum með uppspilið sitt og hvorugt liðið náði að skapa sér hættulegt færi. Síðari hálfleikur byrjaði svo fjörlega. Bæði lið voru búin að fá hálffæri þegar Ísak Snær Þorvaldsson kom Breiðablik yfir á 56.mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði fyrsta mark Breiðabliks í kvöld en það er hans sjöunda mark í Bestu deildinni í sumar.Vísir/Hulda Margrét Á 72.mínútu kom Jason Daði Svanþórsson Blikum síðan í 2-0 eftir skelfileg mistök í öftustu línu Víkinga, Erlingur Agnarsson skallaði boltann yfir Ingvar Jónsson sem kom út úr markinu. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Jason Daða sem skoraði í tómt markið. Fjórum mínútum síðar skoraði svo Kristinn Steindórsson frábært mark eftir geggjaðan samleik Blika við teiginn sem endaði með því að Kristinn hálfpartinn vippaði boltanum í fjærhornið. Fátt markvert gerðist það sem eftir var, þar til rétt á lokasekúndunum. Þá fékk Kristall Máni Ingason beint rautt spjald eftir viðskipti við Davíð Ingvarsson í markteignum. Leikur Víkinga kórónaður þar. Kristall Máni í þann mund að fá reisupassann.Vísir/Hulda Margrét Lokatölur 3-0 og Breiðablik því áfram með fullt hús stiga á toppi Bestu Deildarinnar. Af hverju vann Breiðablik? Eftir lítilfjörlegan fyrri hálfleik sýndu Blikar gæði sín í síðari hálfleiknum. Þeir voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fyrir utan að Víkingar náðu aldrei að ógna ógnarsterkri vörn Blika almennilega, þá voru Íslandsmeistararnir sjálfir mistækir í sínum varnarleik. Davíð Ingvarsson og Kristall Máni Ingason berjast um boltann í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrstu tvö mörkin komu eftir vafasamar ákvarðanir Víkinga en þriðja markið eftir frábæra sókn Breiðabliks. Víkingar misstu lykilmenn af velli og það nýtti Kópavogsliðið sér. Þessir stóðu upp úr: Hjá Breiðablik voru margir góðir. Varnarmennirnir stóðu sig vel allir sem einn með þá Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson fremsta í flokki. Oliver Sigurjónsson var góður á miðjunni og þá átti Kristinn Steindórsson mjög góðan leik og kórónaði hann með frábæru marki. Hjá Víkingum var fátt um fína drætti þó fyrri hálfleikur hafi verið í lagi. Það færir Víkingum mikið að fá Pablo Punyed á miðjuna eftir meiðsli en hann er þó ekki kominn í sitt besta form. Júlíus Magnússon er sömuleiðis duglegur á miðjunni. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum. Víkingunum gekk sérstaklega illa með sitt uppspil og Kyle McLagan átti fjölmargar sendingar úr vörninni sem fóru út af vellinum eða beint á leikmann Breiðabliks. Oliver Sigurjónsson átti góðan leik á miðju Breiðabliks í dag.Vísir/Hulda Margrét Víkingum gekk síðan illa að halda haus eftir að þeir fengu á sig fyrsta markið. Annað markið var auðvitað gjöf og svo lætur Kristall Máni pirringin hafa of mikil áhrif á sig og nær sér í dýrkeypt rautt spjald undir lok leiksins. Hvað gerist næst? Breiðablik á leik gegn Fram í Kópavoginum á sunnudag og svona fyrirfram myndi maður telja líklegt að þar haldi þeir áfram á sigurgöngu sinni. Víkingar fara á Valsvöllinn þann sama dag og mæta heimamönnum í Val. Óskar: „Getum ekki mætt og haldið að það sé búið að rúlla út rauða dreglinum“ Óskar Hrafn á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var langt frá því að vera kominn eitthvað upp til skýjanna þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Ég met þetta bara svona, ég er sæmilega sáttur. Mér fannst að frammistaðan hefði mátt vera betri, mér fannst við geta haldið betur í boltann og vera full fjótir á okkur. Mér finnst við eiga mikið inni þegar kemur að því að halda í boltann.“ „Víkingar eru með gott pressulið en til að pressa okkur þurfa þeir að koma hátt á völlinn og þá myndast svæði á bakvið og við fórum í þau. Þetta var fínt, ekkert meira.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fyrstu sex umferðirnar í Bestu deildinni og sitja vitaskuld á toppi deildarinnar. „Ég ætla samt að áskilja mér rétt til að vera sæmilega sáttur, það er fínt að vinna og allt það en mér finnst við eiga mikið inni og við þurfum að ná því fram áður en við getum farið að vera rosalega ánægðir með okkur. Það gefur ekki neitt þegar sex umferðir eru búnar að hossa okkur á einhverjum árangri, það gefur ekki neitt. Það er bara áfram gakk og við þurfum að gera betur.“ Ísak Snær Þorvaldsson kom til Breiðabliks fyrir tímabilið. Hann spilaði mest megnis á miðjunni fyrir ÍA í fyrra en Óskar Hrafn hefur látið hann spila framar fyrir Blikaliðið og Ísak hefur svarað með sjö mörkum í fyrstu sex leikjum liðsins. Óskar viðurkennir að hafa ekki séð þetta fyrir. Gísli Eyjólfsson og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Það sem ég vissi er að hann er með afburða líkamlega hæfileika og kraft sem þurfti að leysa úr læðingi. Hvar þann kraft var best að leysa úr læðingi var óljóst og það tók okkur smá tíma að komast að því. Hann er búinn að vera frábær og frammistaðan til algjörrar fyrirmyndar. Hvernig hann hefur tæklað þennan mikla meðbyr í upphafi móts hefur verið frábært að fylgjast með, hann hefur algjörlega haldið sig á jörðinni. Ég gat ekki séð þetta fyrir en ég vissi að það bjó mikið í honum,“ sagði Óskar og bætti við að það væru engin alvarleg meiðsli að baki því að Ísak var tekinn af velli. Eins og áður segir er Óskar Hrafn síður en svo kominn á eitthvað flug þó svo að hans menn séu með átjáns stig eftir sex umferðir. „Við mætum á móti Fram og fáum þá í heimsókn á sunnudagskvöldið. Það stoppa okkur allir ef við höldum að við séum óstöðvandi. Við getum fagnað sigrinum í kvöld en svo vöknum við bara á morgun og förum að undirbúa næsta leik. Við megum ekki fara á flug með fjölmiðlamönnum og einhverjum hlaðvörpum um að við séum svo æðislegir og frábærir og þetta sé allt komið.“ Oliver Sigurjónsson skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af.Vísir/Hulda Margrét „Það eru bara sex umferðir búnar og ef mér skjáltast ekki þá er tuttugu og ein umferð eftir. Það er nánast heilt mót, 63 stig. Það er rosalega mikilvægt að halda okkur á jörðinni, ekki halda að við séum eitthvað betri en við erum. Það er búið að ganga ágætlega, við erum búnir að eiga góða leiki og leiki þar sem við höfum viljað halda betur í boltann,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Úrslitin hafa verið fín og stigasöfnunin ágæt. Við fáum ekkert fyrir það í næsta leik, það er Fram sem hefur verið að taka stórstigum framförum. Þeir eru að koma upp núna, eru skemmtilegt lið og það verður frábært verkefni. Við getum ekki mætt og haldið að það sé búið að rúlla út rauða dreglinum. Það er ekki þannig Gulli, við þurfum að hafa fyrir þessu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti
Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti