Alexandra alsæl að koma heim: Þurfti að pressa smá á þá Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2022 22:15 Alexandra var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Breiðabliki í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Alexandra Jóhannsdóttir kynnti sig til leiks í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld með marki eftir aðeins fimm mínútna leik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í Frostaskjóli. Alexandra hafði aðeins mætt á tvær æfingar með liðinu fyrir leik kvöldsins. Alexandra gekk frá lánssamningi til Breiðabliks frá Frankfurt í Þýskalandi á lokadegi félagsskiptagluggans, á miðvikudaginn var, og mætti beint inn í byrjunarliðið. Það tók hana ekki langan tíma að þakka traustið, og þykir henni gott að mæta í heimahagana. „Þetta er bara eins og að koma heim. Mér líður ótrúlega vel með að mæta, ég þekki eiginlega allar stelpurnar í liðinu og búin að spila með þeim áður.“ „Ég náði tveimur æfingum fyrir leik, einni á þriðjudaginn og annarri í gær - en það er bara fínt að fá að byrja leikinn og komast strax inn í þetta.“ Aðspurð um leik kvöldsins sagði Alexandra: „Mér fannst við kannski hafa getað sett fleiri mörk og mátt hægja stundum aðeins á tempoinu, en þær loka samt vel og við miðjumennirnir þurftum að koma dálítið neðarlega að sækja boltann, þegar við vildum ef til vill vera ofar. En, fjögur mörk, maður getur ekki kvartað yfir því.“ KR komst nærri því að minnka muninn eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og liðið hafði skapað sér góðar stöður, sem þó nýttust illa, eftir skyndisóknir. Alexandra segir Blika þurfa að bregðast við slíku. „Við töluðum einmitt um það í hálfleik, þetta er bara kollurinn á okkur sem veldur því. Bara einbeitingarleysi, sem er eitthvað sem við þurfum að laga. En við höldum ágætlega í boltann og þær skapa ekki mikið af færum,“ Erfitt að spila lítið Alexandra var lykilmaður í liði Breiðabliks sem vann Íslandsmeistaratitilinn 2020 og fór í kjölfarið til Frankfurt í Þýskalandi. Hún hefur ekki fengið mikið að spila á yfirstandandi leiktíð og óskaði eftir því að komast heim til Blika.“ Aðspurð um aðdragandann segir Alexandra: „Ég fékk þetta ekki staðfest fyrr en síðasta laugardag en þetta er búið að vera aðeins í umræðunni, svona þannig lagað, það er svolítið síðan að ég bað um að fá að fara en ég fékk ekki staðfest fyrr en í síðustu viku.“ En þurfti hún að setja mikla pressu til að ná skiptunum í gegn? „Já, ég þurfti að pressa smá á þá. En ég skil þá svo sem alveg að vilja ekki hleypa mér strax þegar það er stutt eftir af mótinu og við erum í bullandi séns á Meistaradeildarsæti,“ segir Alexandra sem segist hafa Evrópumeistaramót kvenna á Englandi í sumar hafa sitt að segja þegar að ákvörðuninni kom. „Ég er ekki búin að vera að spila mikið á tímabilinu, ég er búin að vera að koma mikið inn á og ekki byrjað marga leiki. Auðvitað er EM í huga líka að fá mínútur í lappirnar, í staðinn fyrir að vera að hlaupa núna, að fá að spila leiki og svoleiðis,“ „Auðvitað var erfitt að vera ekki að spila og maður myndi vilja hafa fengið að spila meira en svona er þetta bara.“ Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Alexandra gekk frá lánssamningi til Breiðabliks frá Frankfurt í Þýskalandi á lokadegi félagsskiptagluggans, á miðvikudaginn var, og mætti beint inn í byrjunarliðið. Það tók hana ekki langan tíma að þakka traustið, og þykir henni gott að mæta í heimahagana. „Þetta er bara eins og að koma heim. Mér líður ótrúlega vel með að mæta, ég þekki eiginlega allar stelpurnar í liðinu og búin að spila með þeim áður.“ „Ég náði tveimur æfingum fyrir leik, einni á þriðjudaginn og annarri í gær - en það er bara fínt að fá að byrja leikinn og komast strax inn í þetta.“ Aðspurð um leik kvöldsins sagði Alexandra: „Mér fannst við kannski hafa getað sett fleiri mörk og mátt hægja stundum aðeins á tempoinu, en þær loka samt vel og við miðjumennirnir þurftum að koma dálítið neðarlega að sækja boltann, þegar við vildum ef til vill vera ofar. En, fjögur mörk, maður getur ekki kvartað yfir því.“ KR komst nærri því að minnka muninn eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og liðið hafði skapað sér góðar stöður, sem þó nýttust illa, eftir skyndisóknir. Alexandra segir Blika þurfa að bregðast við slíku. „Við töluðum einmitt um það í hálfleik, þetta er bara kollurinn á okkur sem veldur því. Bara einbeitingarleysi, sem er eitthvað sem við þurfum að laga. En við höldum ágætlega í boltann og þær skapa ekki mikið af færum,“ Erfitt að spila lítið Alexandra var lykilmaður í liði Breiðabliks sem vann Íslandsmeistaratitilinn 2020 og fór í kjölfarið til Frankfurt í Þýskalandi. Hún hefur ekki fengið mikið að spila á yfirstandandi leiktíð og óskaði eftir því að komast heim til Blika.“ Aðspurð um aðdragandann segir Alexandra: „Ég fékk þetta ekki staðfest fyrr en síðasta laugardag en þetta er búið að vera aðeins í umræðunni, svona þannig lagað, það er svolítið síðan að ég bað um að fá að fara en ég fékk ekki staðfest fyrr en í síðustu viku.“ En þurfti hún að setja mikla pressu til að ná skiptunum í gegn? „Já, ég þurfti að pressa smá á þá. En ég skil þá svo sem alveg að vilja ekki hleypa mér strax þegar það er stutt eftir af mótinu og við erum í bullandi séns á Meistaradeildarsæti,“ segir Alexandra sem segist hafa Evrópumeistaramót kvenna á Englandi í sumar hafa sitt að segja þegar að ákvörðuninni kom. „Ég er ekki búin að vera að spila mikið á tímabilinu, ég er búin að vera að koma mikið inn á og ekki byrjað marga leiki. Auðvitað er EM í huga líka að fá mínútur í lappirnar, í staðinn fyrir að vera að hlaupa núna, að fá að spila leiki og svoleiðis,“ „Auðvitað var erfitt að vera ekki að spila og maður myndi vilja hafa fengið að spila meira en svona er þetta bara.“
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira