Erlent

Frétta­kona Al Jazeera skotin til bana á Vestur­bakkanum

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Shereen Abu Aqleh hafði fjallað um deilur Ísraela og Palestínumanna í um fimmtán ár.
Shereen Abu Aqleh hafði fjallað um deilur Ísraela og Palestínumanna í um fimmtán ár. Al Jazeera

Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt.

Fréttakonan, Shereen Abu Aqleh, var að flytja fréttir af aðgerðum hersins í borginni Jenin íklædd vesti sem sýndi greinilega að hún var blaðamaður. Hún var skotin í andlitið.

Annar fréttamaður varð einnig fyrir skotsárum en ástand hans er sagt stöðugt.

Shereen Abu Aqleh, sem var 51 árs, hafði fjallað um átök Ísraela og Palestínumanna í fimmtán ár og var vel þekkt um öll Miðausturlönd.

Ísraelski herinn segir í yfirlýsingu að svo virðist sem fréttafólkið hafi lent í skothríð á milli ísraelskra hermanna og palestínskra vígamanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.