Vaktin: Rúmlega fimm þúsund milljarða króna fjárstyrkur á leið til Úkraínu frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 11. maí 2022 06:41 Kona stendur við rústir hússi síns í bænum Pidhane í nágrenni Kænugarðs. Vísir/Getty Úkraínska gasfyrirtækið GTSOU segist þurfa að hætta að senda gas frá Rússlandi til Evrópu um eina af leiðslum sínum. Ástæðuna segir forstjóri fyrirtækisins vera inngrip rússneskra hersveita, sem hafa verið að beina gasinu til Donbas. Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira