Íslenski boltinn

KR að­eins unnið fimm af síðustu tuttugu heima­leikjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það hefur lítið gengið hjá KR á leiktíðinni. Liðið er aðeins með fjögur stig að loknum fjórum leikjum.
Það hefur lítið gengið hjá KR á leiktíðinni. Liðið er aðeins með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Vísir/Vilhelm

Leik KR og KA í Bestu deild karla í fótbolta lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að KR-ingar hafa aðeins unnið fimm af síðustu 20 heimaleikjum sínum í efstu deild. Sex leikjum hefur lyktað með jafntefli og níu hafa tapast.

Segja má að heimavöllurinn hafi ekki verið gjöfull KR-ingum undanfarin misseri og það vandamál virðist ætla að halda áfram í sumar. Liðið hóf sumarið á Meistaravöllum með 0-1 tapi gegn Breiðabliki þar sem mörg góð færi fóru forgörðum.

Þó KR hafi svo verið manni fleiri lungann úr leiknum gegn KA tókst liðinu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn. Raunar skoraði KR gegn KA en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Erfitt er að sjá af hverju markið var dæmt af en það þýðir lítið að rífast við dómarann.

Þegar tveimur leikjum er lokið á Meistaravöllum er KR með eitt stig og ekkert mark skorað. Árangur síðasta árs var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann aðeins fjóra af 11 heimaleikum sínum í deildinni. Þá skoraði liðið aðeins 18 mörk á heimavelli.

Úrslit sumarið 2021 á heimavelli

 1.  KR 1-3 KA
 2.  KR 2-3 Valur
 3.  KR 1-1 HK
 4.  KR 3-1 ÍA
 5.  KR 1-2 Stjarnan
 6.  KR 1-0 Keflavík
 7.  KR 1-1 Breiðablik
 8.  KR 4-0 Fylkir
 9.  KR 1-1 FH
 10.  KR 2-1 Leiknir Reykjavík
 11.  KR 1-2 Víkingur

Í síðustu 13 heimaleikjum sínum í efstu deild hefur KR því unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm. Ef síðustu 20 heimaleiki liðsins eru skoðaðir þá er staðan enn verri. Sumarið 2020 - þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins - vann KR aðeins einn af sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni. Tveir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust.

KR-ingm tókst þó að skora að meðaltali tvö mörk í leik í þessum sjö leikjum en átta af þeim mörkum komu gegn ÍA og Val. Að sama skapi lak liðið inn 15 mörkum í leikjunum sjö.

Úrslit sumarið 2020 á heimavelli

 1.  KR 1-2 tap Fylkir
 2.  KR 1-1 Grótta
 3.  KR 1-2 Stjarnan
 4. KR 4-1 ÍA
 5. KR 4-5 Valur
 6.  KR 1-2 FH
 7.  KR 2-2 Fjölnir

KR tókst þrátt fyrir allt að enda í 3. sæti síðasta sumar en það er ljóst að ef fylla á stúkuna á Meistaravöllum oftar en einu sinni í sumar þá þurfa úrslitin að fara falla með heimaliðin.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.