Rúnar: Eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:12 Rúnar Kristinsson sagði að sínir menn hefðu ekki náð að opna vörn KA nægilega oft. vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi ekki hjálpað sínu liði neitt þegar KA-maðurinn Oleksii Bykov fékk rauða spjaldið í leiknum á Meistaravöllum í dag. KR-ingar sóttu stíft allan leikinn en KA-menn gáfu nánast engin færi á sér. „Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
„Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira