Enski boltinn

Solskjær hafnaði starfi en vill snúa aftur í sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Síðasti leikur Manchester United undir stjórn Solskjær var 4-1 tap gegn Watford.
Síðasti leikur Manchester United undir stjórn Solskjær var 4-1 tap gegn Watford. Charlie Crowhurst/Getty

Ole Gunnar Solskjær hafnaði boði um að taka við stjórnartaumunum hjá ensku úrvalsdeildarliði í vetur.

Þetta kom fram í umfjöllun norska fjölmiðilsins VG sem fjallar um framtíð norska knattspyrnustjórans.

Ole Gunnar var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United í nóvember en hann hafði þá stýrt liðinu frá því í desember 2018.

Samkvæmt heimildum norskra fjölmiðla er Solskjær þó opinn fyrir því að snúa aftur í þjálfun í sumar en sem stendur er eitt laust starf í ensku úrvalsdeildinni og er það hjá Burnley sem lét Sean Dyche fara á dögunum.

Burnley er í nágrenni Manchester borgar þar sem Solskjær er áfram búsettur ásamt fjölskyldu sinni.

Hinn 49 ára gamli Solskjær hefur einnig stýrt Molde og Cardiff á þjálfaraferli sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.