Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 12:30 Helena Ólafsdóttir með sokkinn sem hún fékk sendan sérstaklega frá Keflavík. S2 Sport Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik. Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira