Íslenski boltinn

Fram á alla­vega einn leik eftir í Safa­mýri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Magnússon fagnar marki sínu gegn ÍA.
Guðmundur Magnússon fagnar marki sínu gegn ÍA. Vísir/Vilhelm

Fram mun spila að lágmarki einn leik til viðbótar í Safamýri í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið hefur leikið fyrstu tvo heimaleiki sína á sínum gamla heimavelli þar sem aðstaða liðsins í Úlfarsárdal er ekki tilbúin.

Þetta staðfesti Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri félagsins, í spjalli við Fótbolti.net. Þar kom fram að næsti heimaleikur Fram fari fram í Safamýrinni. Fram tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings þann 12. maí en Víkingur tekur yfir starfsemi Safamýrar þegar Fram yfirgefur endanlega svæðið.

Ástæðan fyrir því að Fram kemst ekki upp í Úlfarsárdal að svo stöddu er að sú að enn á efir að leggja undirlagið að gervigrasvelli liðsins. Daði vonast til að það hefjist sem fyrst en er ekki viss um hversu langan tíma framkvæmdirnar munu taka. Það gæti því verið að Fram verði áfram í Safamýri næstu vikur ef framkvæmdir tefjast.

Fram er með eitt stig eftir þrjár umferðir í Bestu deild karla. Eftir að tapa gegn KR og FH náði liðið í jafntefli gegn ÍA í Safamýri. Fram situr í 11. sæti.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×