Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 29. apríl 2022 15:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í kvöld og kallaði Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista. AP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira