Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. apríl 2022 06:35 Úkraínskur öryggisvörður hleypur af stað eftir að hafa heyrt sprengingar í Kænugarði. AP/Emilio Morenatti Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila