Erlent

Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu

Atli Ísleifsson skrifar
Aung San Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991.
Aung San Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991. AP

Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá.

Hin 76 ára Suu Kyi hefur síðustu misserin verið ákærð fyrir fjölda brota, þeirra á meðal kosningasvindl, en dómstólar hafa réttað yfir henni í leyni, að því er segir í frétt BBC.

Suu Kyi hefur neitað ásökunum og hafa mannréttindasamtök fordæmt réttarhöldin og sagt þau vera sviðsett.

Dómstóll sakfelldi hana í morgun af ákæru um að hafa þegið jafnvirði 600 þúsund dala mútugreiðslu í formi reiðufés og gullstanga frá fyrrverandi leiðtoga Yangoon, stærstu borgar landsins. Hlaut hún fimm ára fangelsisdóm fyrir.

Suu Kiy hefur á síðustu mánuðum samtals verið dæmd í samtals ellefu ára fangelsi fyrir ýmis brot, meðal annars kosningasvindl og brot á reglum um samkomutakmarkanir vegna Covid.

Frekari réttarhöld bíða Suu Kyi, en enn á eftir að taka fyrir tíu ákæruliði gegn henni. Gæti hún átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi vegna hvers og eins þeirra, verði hún fundin sek.


Tengdar fréttir

Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi

Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.