Erlent

Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Aung San Suu Kyi á enn yfir höfði sér ákærur fyrir ýmis brot og gæti setið uppi með lífstíðardóm.
Aung San Suu Kyi á enn yfir höfði sér ákærur fyrir ýmis brot og gæti setið uppi með lífstíðardóm. AP/Peter Dejong

Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem hún er dæmd til fangelsisvistar en í desember fékk hún tveggja ára dóm og á enn yfir höfði sér fleiri ákærur. 

Suu Kyi hefur verið í haldi síðan í febrúar á síðasta ári, þegar herinn í Mjanmar tók þar öll völd. 

Talið er að Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Málareksturinn gegn henni hefur víða verið fordæmdur og til að mynda hefur Michelle Bachelet, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, talað um sýndarréttarhöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.