Íslenski boltinn

„Skrýtin orka í Leiknisliðinu“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis. Vísir/Hulda Margrét

Leiknismenn fengu skell gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í fótbolta í dag.

„Við byrjum leikinn mjög illa og mér fannst orkan í liðinu mjög skrýtin í fyrri hálfleik. Ég ætla nú ekki að fara að kenna vellinum um slæma spilamennsku okkar en það sást alveg að menn treysta sér ekki alveg til þess að spila á þann hátt sem við erum vanir að gera," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.

„Við komum af krafti inn í seinni hálfleikinn og mér fannst skiptingarnar bæta leik liðsins ólíkt því sem þær gerðu í leiknum gegn KA. Það gerði okkur svo auðvitað erfiðara fyrir að vera einum færri en ég er ánægður með baráttuna í seinni hálfleik," sagði þjálfarinn enn fremur.

„Nú förum við til Eyja í blóðuga baráttu um stigin þrjú. Það er bara áfram gakk," sagði Leiknismaðurinn en Breiðhyltingar mæta ÍBV í næstu umferð. Liðin eru bæði stigalaus fyrir þá rimmu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×