„Veit hvað við höfum inni í klefa“ Einar Kárason skrifar 24. apríl 2022 18:28 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV fara rólega af stað í Bestu deildinni í fótbolta og fengu skell í fyrsta heimaleik sínum í deildinni í dag. ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.” Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.”
Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00