„Veit hvað við höfum inni í klefa“ Einar Kárason skrifar 24. apríl 2022 18:28 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV fara rólega af stað í Bestu deildinni í fótbolta og fengu skell í fyrsta heimaleik sínum í deildinni í dag. ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.” Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.”
Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00