Erlent

Tíu látnir og sex­tán er saknað eftir að bátur sökk við strendur Japans

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sjúkraflutningamenn flytja einstakling úr þyrlu japönsku strandgæslunnar og á sjúkrahús.
Sjúkraflutningamenn flytja einstakling úr þyrlu japönsku strandgæslunnar og á sjúkrahús. Vísir/EPA

Staðfest er að tíu eru látnir eftir að ferðamannabátur fórst við japönsku eyjuna Hokkaido í gær. Sextán er enn saknað.

Samkvæmt japönsku strandgæslunni barst neyðarkall frá ferðamannabátnum Kazu 1 um klukkan fjögur að íslenskum tíma aðfaranótt laugardags. Báturinn var með ferðamenn í útsýnissiglingu við Shiretoko skagann þegar tilkynning barst um að hann væri að sökkva.

Bátsferðir eru vinsælar á þessum slóðum enda skaginn á heimsminjalista UNESCO. Tuttugu og sex ferðamenn voru um borð. Tíu hafa fundist látnir og þá er sextán enn saknað. Tvö börn voru um borð.

Kazu 1 sökk við strendur Japans í gær.Vísir/EPA

Áhöfn Kazu 1 náði að senda neyðarkall um að kominn væri þrjátíu gráðu halli á bátinn og að hann væri farinn að leka. Eftirlitsbátur var strax sendur á vettvang auk lögreglu- og herþyrla. Bátar á svæðinu tóku einnig þátt í leitinni.

Oft tekur langan tíma að fá fregnir um staðfest dauðsföll í kjölfar slysa eða náttúruhamfara þar sem meinafræðingur þarf að staðfesta dauðsföllin.

Sjórinn á þessum slóðum er afar kaldur og getur farið niður í núll gráður yfir nóttina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×