Erlent

Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum

Viktor Örn Ásgeirsson, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa
Talið er að hundrað þúsund almennir borgarar séu enn í Mariupol en annar eins fjöldi hefur verið fluttur til Zaporizhzhia á síðustu vikum. 
Talið er að hundrað þúsund almennir borgarar séu enn í Mariupol en annar eins fjöldi hefur verið fluttur til Zaporizhzhia á síðustu vikum.  AP/Leo Correa

Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð. 

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina.
  • Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni.
  • Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. 
  • Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar.
  • Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð.
  • Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka.
  • Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær.
  • Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu.

Vakt gærdagsins má finna hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×