Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. apríl 2022 23:01 Ralf Rangnick var niðurlútur eftir 4-0 tap Manchester United gegn Liverpool í kvöld. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir. „Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
„Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira