Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. apríl 2022 23:01 Ralf Rangnick var niðurlútur eftir 4-0 tap Manchester United gegn Liverpool í kvöld. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir. „Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
„Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira