Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson, Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 18. apríl 2022 07:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira