Erlent

Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Marine Le Pen, til vinstri, hefur sjaldan flogið hærra í skoðanakönnunum.
Marine Le Pen, til vinstri, hefur sjaldan flogið hærra í skoðanakönnunum. (Photo by Chesnot/Getty Images)

Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins.

Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins.

Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur.

Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði.

Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta.

Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl.

Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á.

Macron leiðir í skoðanakönnunum, þó ekki með miklum mun.


Tengdar fréttir

Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen

Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 

Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir

Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni.

Frakkar færast nær því að velja sér forseta

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.