Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2022 14:57 Marine Le Pen, til vinstri, hefur sjaldan flogið hærra í skoðanakönnunum. (Photo by Chesnot/Getty Images) Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins. Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur. Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði. Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta. Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl. Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á. Macron leiðir í skoðanakönnunum, þó ekki með miklum mun. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20 Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30 Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur. Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði. Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta. Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl. Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á. Macron leiðir í skoðanakönnunum, þó ekki með miklum mun.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20 Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30 Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20
Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“