Erlent

Segja þetta vera sjóliða flaggskipsins Moskvu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjóliðarnir sem Rússar segja að hafi verið í áhöfn Moskvu
Sjóliðarnir sem Rússar segja að hafi verið í áhöfn Moskvu Varnarmálaráðuneyti Rússa.

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af sjóliðum sem þeir segja að hafi mannað beitiskipið Moskvu, flaggskip rússneska flotans, sem sökk í síðustu viku.

Á myndunum má sjá stóran hóp sjóliða í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga. Þar heilsa þeir yfirmanni rússneska flotans, Nikolay Yevmenov.

Staðfest hefur verið að Moskva hafi sokkið í Svartahafi í síðustu viku. Rússar segja sjálfir að kviknað hafi í skipinu.

Úkraínumenn segja hins vegar að skipið hafi sokkið eftir vel heppnaða árás úkraínska hersins. Bandaríkjamenn telja síðari útgáfuna vera líklegri skýringu.

Ekkert hefur frést af áhöfn skipsins, þangað til nú. Rússar hafa sagt að þeir hafi verið fluttir frá borði en Úkraínumenn telja víst að mannfall hafi orðið í árásinni. Úkraínumenn halda því jafn framt fram að skipherra skipsins, Anton Kuprin, hafi látist í árásinni. Þetta hefur þó ekki verið staðfest.

Reikna má með að myndirnar af sjóliðunum sem Rússar hafa birt séu liður í áróðursstríði sem geisar samhliða átökunum í Úkraínu.

Sjá má hátt í tvö hundruð sjóliða auk þess sem að rætt er við aðmírálinn Yevmenov sem segir að áhöfnin muni áfram störfum sínum og skyldum fyrir rússneska flotann. Um 510 eru í áhöfn skipsins.


Tengdar fréttir

Rússneska flaggskipið Moskva sokkið

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×