Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 15:15 Ira Slepchenko stendur við líkkistur í bænum Mykulychi í Úkraínu. Í einni kisturinn liggur lík einginmanns hennar. Vísir/AP Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira