Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænugarði Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. apríl 2022 16:20 Starfsmaður kirkjugarðs stendur við grafir óbreyttra borgara sem voru myrtir í Bucha, nærri Kænugarði. AP/Rodrigo Abd Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira