Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 15:00 Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. EPA-EFE/Paul Wennerholm. Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin. Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin.
Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47
Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45