Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp í dómsal í gær. AP/Brendan Smialowski Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær. Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær.
Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira