Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 19:43 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins virðir fyrir sér hryllinginn í Bucha í Úkraínu í dag. AP/Efrem Lukatsky Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira