Grunaður um að hafa látið bólusetja sig níutíu sinnum Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2022 23:19 Þýskur maður á besta aldri þiggur bólusetningu, þó líklega ekki í nítugasta skiptið. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Swen Pförtner/Getty Sextugur þjóðverji sætir rannsókn eftir að upp komst að hann hefði þáð allt að níutíu skammta af bóluefni gegn Covid-19. Hann er sakaður um að hafa falsað og selt bólusetningarvottorð. Maðurinn er talinn hafa ferðast milli nokkurra mismunandi bólusetningarmiðstöðva í Saxlandi og Saxlandi-Anhalt í austurhluta Þýskalands til að láta bólusetja sig allt að þrisvar á dag, að því er segir í frétt Deutsche Welle, en Freie Press greindi fyrst frá. FP hefur eftir Kai Kranich, talsmanni Rauða kross Þýskalands, að starfsmaður bólusetningarmiðstöðvar í Dresden hafi farið að gruna manninn um græsku þegar hann kannaðist við hann. Starfsfólk miðstöðvar í Eilenburg hringdi svo til laganna varða þegar hann reyndi að fá bólusetningu þar. Rauði krossinn kærði manninn vegna gruns um að hann falsaði og seldi bólusetningavottorð en andstæðingar bólusetninga í Þýskalandi þurfa að verða sér úti um slík vottorð, ætli þeir sér að gera nokkurn skapaðan hlut meðal annars fólks. Þjóðverjum hefur gengið verr en samanburðarþjóðum að bólusetja þjóðina. Aðeins um 75 prósent Þjóðverja eru fullbólusettir og ástandið er sérlega slæmt í austurhluta landsins. Í Saxlandi er hefur, til að mynda, aðeins 65 prósent íbúa þáð fulla bólusetningu. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Maðurinn er talinn hafa ferðast milli nokkurra mismunandi bólusetningarmiðstöðva í Saxlandi og Saxlandi-Anhalt í austurhluta Þýskalands til að láta bólusetja sig allt að þrisvar á dag, að því er segir í frétt Deutsche Welle, en Freie Press greindi fyrst frá. FP hefur eftir Kai Kranich, talsmanni Rauða kross Þýskalands, að starfsmaður bólusetningarmiðstöðvar í Dresden hafi farið að gruna manninn um græsku þegar hann kannaðist við hann. Starfsfólk miðstöðvar í Eilenburg hringdi svo til laganna varða þegar hann reyndi að fá bólusetningu þar. Rauði krossinn kærði manninn vegna gruns um að hann falsaði og seldi bólusetningavottorð en andstæðingar bólusetninga í Þýskalandi þurfa að verða sér úti um slík vottorð, ætli þeir sér að gera nokkurn skapaðan hlut meðal annars fólks. Þjóðverjum hefur gengið verr en samanburðarþjóðum að bólusetja þjóðina. Aðeins um 75 prósent Þjóðverja eru fullbólusettir og ástandið er sérlega slæmt í austurhluta landsins. Í Saxlandi er hefur, til að mynda, aðeins 65 prósent íbúa þáð fulla bólusetningu.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira