Erlent

Ís­lendingur slasaðist í snjó­flóði í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Flóðið féll í fjallinu Steinfjellet í Norður-Noregi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Flóðið féll í fjallinu Steinfjellet í Norður-Noregi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Íslenskur ríkisborgari var í hópi þeirra sem slösuðust í snjóflóði í Lyngen í Troms í Noregi í gær. Einn maður fórst og fjórir slösuðust í snjóflóðinu.

Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Vísi. Hann segir málið vera á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

„Á meðal þeirra sem lenti í þessu snjóflóði er íslenskur ríkisborgari, hann mun vera einn hinna slösuðu,“ segir Sveinn.

Flóðið féll í fjallinu Steinfjellet og gerði hópurinn neyðarþjónustu á svæðinu viðvart. Norskir fjölmiðlar höfðu áður sagt frá því að þeir sem hafi lent í snjóflóðinu hafi verið ungir karlmenn, erlendir ferðamenn.

Talsmaður Háskólasjúkrahússins í Norður-Noregi (UNN) segir að enginn þeirra sem slösuðust sé alvarlega slasaður.

Fyrr um daginn hafi verið greint frá öðru snjóflóði skammt frá Steinfjellet, í fjallinu Daltinden í Lyngen. Þar höfðu tveir lent í snjóflóði og slasast.


Tengdar fréttir

Einn fórst og nokkrir slösuðust í snjóflóðum í Noregi

Einn fórst og þrír slösuðust í snjóflóði sem féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Um var að ræða hóp erlendra ferðamanna en einn til viðbótar komst úr flóðinu án meiðsla. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.