Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 08:55 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Ap/Thibault Camus Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti. Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti.
Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira