Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2022 13:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði samninganefndirnar þegar fundurinn hófst. epa/Tyrkneska forsetaembættið Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira