Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2022 07:20 Frá Karkív. Myndin er ekki af kjarnakljúfnum sem fjallað er um í fréttinni. MARCUS YAM / LOS ANGELES TIMES via Getty Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira