Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2022 09:25 Sjálfboðaliðarnir segjast hafa frelsað þorp nærri Kænugarði í gær. Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. Guardian hefur eftir honum að hann hafi farið til Póllands þann 15. mars og til Úkraínu degi seinna. Hann hafi tekið með sér nokkra dróna sem hann hafi notað á víglínunni við Kænugarð. Vasquez er virkur á samfélagsmiðlum og hefur hann meðal annars sagt að hann komi sér í vígaham með því að hugsa um „mest kýlanlega andlit heims“ og er það andlit Tucker Carlsons, umdeilds þáttastjórnenda á Fox News. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Þá sagði Vasquez frá því í gær að hann hefði tekið þátt í um sex klukkustunda langri orrustu um þorp nærri Kænugarði. Hann segir tvo menn í sveit sinni hafa særst og einn hafa dáið. Long day pic.twitter.com/omB3eyXDDE— James Vasquez (@jmvasquez1974) March 25, 2022 Samkvæmt umfjöllun Politico hafa allt að tuttugu þúsund erlendir sjálfboðaliðar gengið til liðs við Úkraínumenn. Fregnir hafa borist af því að margir þeirra hafi verið með takmarkaða eða enga reynslu af átökum og hafi ekki staðið sig vel í átökum. Yfirmenn útlendingaherdeilda Úkraínu segjast vinna hörðum höndum að því að sía þá sjálfboðaliða og öfgamenn úr hópnum. Einn þeirra, sem ræddi við Politico, segist ekki vilja „blóðþyrsta gaura“ sem vilji bara reyna að skjóta einhvern og enga öfgamenn. Mamuka Mamulashvili er frá Georgíu og leiðir um sjö hundruð sjálfboðaliða í sinni herdeild. Margir þeirra eru einnig frá Georgíu, sem Rússar hafa einnig ráðist á. Flestir eru þó sagðir vera frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Það sama á við um aðra herdeild erlendra sjálfboðaliða sem stofnuð var skömmu eftir innrás Rússa. Hún er að mestu sögð skipuð mönnum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Póllandi. Sjálfboðaliðar eru þó sagðir koma víðsvegar að. Talsmaður nýju útlendingadeildarinn er til að mynda frá Noregi. Hann heitir Damien Magrou og starfaði sem lögmaður í Úkraínu fyrir innrásina, samkvæmt frétt Voice of America. Georgíu-herdeildin var stofnuð árið 2014, eftir fyrstu innrás Rússa. Mamulashvili segir eina stóra breytingu hafa átt sér stað síðan þá og það séu loft- og stórskotaliðsárásir. „Núna, þegar ég tala við þig, heyri ég umfangsmiklar árásir. Þessar árásir eru ekki bara hljóð. Þetta eru líf barna, kvenna og að mestu almennra borgara. Sprengjum rignir yfir okkur og við getum ekkert gert,“ sagði Mamulashvili við Politico. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Guardian hefur eftir honum að hann hafi farið til Póllands þann 15. mars og til Úkraínu degi seinna. Hann hafi tekið með sér nokkra dróna sem hann hafi notað á víglínunni við Kænugarð. Vasquez er virkur á samfélagsmiðlum og hefur hann meðal annars sagt að hann komi sér í vígaham með því að hugsa um „mest kýlanlega andlit heims“ og er það andlit Tucker Carlsons, umdeilds þáttastjórnenda á Fox News. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Þá sagði Vasquez frá því í gær að hann hefði tekið þátt í um sex klukkustunda langri orrustu um þorp nærri Kænugarði. Hann segir tvo menn í sveit sinni hafa særst og einn hafa dáið. Long day pic.twitter.com/omB3eyXDDE— James Vasquez (@jmvasquez1974) March 25, 2022 Samkvæmt umfjöllun Politico hafa allt að tuttugu þúsund erlendir sjálfboðaliðar gengið til liðs við Úkraínumenn. Fregnir hafa borist af því að margir þeirra hafi verið með takmarkaða eða enga reynslu af átökum og hafi ekki staðið sig vel í átökum. Yfirmenn útlendingaherdeilda Úkraínu segjast vinna hörðum höndum að því að sía þá sjálfboðaliða og öfgamenn úr hópnum. Einn þeirra, sem ræddi við Politico, segist ekki vilja „blóðþyrsta gaura“ sem vilji bara reyna að skjóta einhvern og enga öfgamenn. Mamuka Mamulashvili er frá Georgíu og leiðir um sjö hundruð sjálfboðaliða í sinni herdeild. Margir þeirra eru einnig frá Georgíu, sem Rússar hafa einnig ráðist á. Flestir eru þó sagðir vera frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Það sama á við um aðra herdeild erlendra sjálfboðaliða sem stofnuð var skömmu eftir innrás Rússa. Hún er að mestu sögð skipuð mönnum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Póllandi. Sjálfboðaliðar eru þó sagðir koma víðsvegar að. Talsmaður nýju útlendingadeildarinn er til að mynda frá Noregi. Hann heitir Damien Magrou og starfaði sem lögmaður í Úkraínu fyrir innrásina, samkvæmt frétt Voice of America. Georgíu-herdeildin var stofnuð árið 2014, eftir fyrstu innrás Rússa. Mamulashvili segir eina stóra breytingu hafa átt sér stað síðan þá og það séu loft- og stórskotaliðsárásir. „Núna, þegar ég tala við þig, heyri ég umfangsmiklar árásir. Þessar árásir eru ekki bara hljóð. Þetta eru líf barna, kvenna og að mestu almennra borgara. Sprengjum rignir yfir okkur og við getum ekkert gert,“ sagði Mamulashvili við Politico.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14
Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01
Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21