Hafa áhyggjur af Reykjavíkurmeisturum Þróttar: „Edda er að kála þeim í ræktinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 15:30 Nú reynir á Álfhildi Rósu Kjartansdóttur og félaga í Þróttaraliðinu að rífa sig í gang áður en Besta deildin byrjar eftir rúman mánuð. Vísir/Hulda Margrét Reykjavíkurmeistarar Þróttar höfðu náð sínum besta árangri í þremur keppnum í röð, á Íslandsmótinu 2021, í bikarkeppninni 2021 og í Reykjavíkurmótinu 2022, þegar kom að Lengjubikarnum. Þar sýndi liðið aftur á móti veikleikamerki. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira