Sjá engin ummerki um undiröldu gegn Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2022 11:59 Vladimír Pútín hefur verið lengur við völd í Rússlandi en nokkur annar frá því Stalín var við völd. Hann hefur verið forseti Rússlands frá árinu 2000, að undanskildum árunum 2008 til 2012 þegar hann var forsætisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra hans varð forseti. EPA/YURI KOCHETKOV Vladimír Pútin, forseti Rússlands, getur enn reitt sig á hollustu hinnar pólitísku elítu í Rússlandi. Það er þrátt fyrir fordæmalausar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu og að innrásin hafi verið fordæmd um mest allan heim. Dæmi eru um að listamenn og fjölmiðlafólk hafi gagnrýnt innrásina og örfáir auðjöfrar sömuleiðis. Meðal ráðandi afla í Rússlandi er þó lítið um mótbárur gegn Pútín, tæpum mánuði eftir að innrásin hófst. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar. Þar er haft eftir Tatiönu Stanovaya, sem rekur greiningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í málefnum Rússlands, að þó margir séu mótfallnir innrásinni og telji hana mistök séu fáir tilbúnir að grípa til aðgerða til að reyna að binda enda á hana. „Fólk er í áfalli og margir segja þetta mistök. Enginn er hins vegar tilbúinn til að grípa til aðgerða. Allir eru að einbeita sér að eigin hag," sagði Stanovaya um pólitíska elítu Rússlands. Vilja ganga harðar fram Embættismenn í Vesturlöndum sem fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki hafa sést um nokkurskonar undiröldu gegn Pútín. Helsta sjáanlega gagnrýnin í Rússlandi komi frá hægri öflum sem gagnrýna að Rússar séu að halda að sér höndum í Úkraínu. Rússar hafa setið um heilu borgirnar í Úkraínu og gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á þær, með tilheyrandi eyðileggingu og mannfalli meðal almennra borgara. Stjórnarandstaða lítil sem engin Fjölmiðlar í Rússland fylgja langflestir skipunum frá Kreml og pólitísk stjórnarandstaða er lítil sem engin. Þingflokkar Rússlands dansa allir eftir tónlistinni frá Pútín. „Það er ekkert óvænt að við höfum ekki séð nein ummerki deilna meðal ráðamanna í Rússlandi,“ sagði einn sérfræðingur við AFP sem heitir Ben Noble. „Vladimír Pútin hefur byggt upp kerfi þar sem hann er umkringdur hliðhollum mönnum sem deila sýn hans á heiminn um að Vesturlönd séu að reyna að eyða Rússlandi, eða mönnum sem eru of hræddir til að gera skoðun sína opinbera.“ Alexei Navalní, helsti pólitíski andstæðingur Pútíns, situr í fangelsi eftir að reynt var að myrða hann með sama taugaeitri og notað var gegn fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Navalní var sakfelldur fyrir frekari brot nú í morgun og er útlit fyrir að hann verði í fangelsi í þó nokkur ár. Í hart gegn meintum svikurum Í ávarpi þann 16. mars var Pútín myrkur í máli gagnvart fólki sem hann titlaði sem svikara. Hann sagði Vesturlönd ætla að reiða sig á slíka svikara til að veikja Rússland. Ríkið væri þó vel í stakk búið til að finna þá. „Rússneska þjóðin mun ávallt geta greint sanna föðurlandsvini frá úrhrökum og svikurum og hreinlega spýta þeim út úr sér eins og flugu sem flýgur óvart upp í munn þeirra, hrækja þeim á götuna,“ sagði Pútín í ávarpinu. Hann bætti við að hann væri sannfærður um að þessi „náttúrulega og nauðsynlega hreinsun“ myndi styrkja rússneska ríkið. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Vaktin: Íbúi í Maríupól segir börn deyja vegna ofþornunar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. 22. mars 2022 14:00 Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30 Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21. mars 2022 14:24 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Dæmi eru um að listamenn og fjölmiðlafólk hafi gagnrýnt innrásina og örfáir auðjöfrar sömuleiðis. Meðal ráðandi afla í Rússlandi er þó lítið um mótbárur gegn Pútín, tæpum mánuði eftir að innrásin hófst. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar. Þar er haft eftir Tatiönu Stanovaya, sem rekur greiningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í málefnum Rússlands, að þó margir séu mótfallnir innrásinni og telji hana mistök séu fáir tilbúnir að grípa til aðgerða til að reyna að binda enda á hana. „Fólk er í áfalli og margir segja þetta mistök. Enginn er hins vegar tilbúinn til að grípa til aðgerða. Allir eru að einbeita sér að eigin hag," sagði Stanovaya um pólitíska elítu Rússlands. Vilja ganga harðar fram Embættismenn í Vesturlöndum sem fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki hafa sést um nokkurskonar undiröldu gegn Pútín. Helsta sjáanlega gagnrýnin í Rússlandi komi frá hægri öflum sem gagnrýna að Rússar séu að halda að sér höndum í Úkraínu. Rússar hafa setið um heilu borgirnar í Úkraínu og gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á þær, með tilheyrandi eyðileggingu og mannfalli meðal almennra borgara. Stjórnarandstaða lítil sem engin Fjölmiðlar í Rússland fylgja langflestir skipunum frá Kreml og pólitísk stjórnarandstaða er lítil sem engin. Þingflokkar Rússlands dansa allir eftir tónlistinni frá Pútín. „Það er ekkert óvænt að við höfum ekki séð nein ummerki deilna meðal ráðamanna í Rússlandi,“ sagði einn sérfræðingur við AFP sem heitir Ben Noble. „Vladimír Pútin hefur byggt upp kerfi þar sem hann er umkringdur hliðhollum mönnum sem deila sýn hans á heiminn um að Vesturlönd séu að reyna að eyða Rússlandi, eða mönnum sem eru of hræddir til að gera skoðun sína opinbera.“ Alexei Navalní, helsti pólitíski andstæðingur Pútíns, situr í fangelsi eftir að reynt var að myrða hann með sama taugaeitri og notað var gegn fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Navalní var sakfelldur fyrir frekari brot nú í morgun og er útlit fyrir að hann verði í fangelsi í þó nokkur ár. Í hart gegn meintum svikurum Í ávarpi þann 16. mars var Pútín myrkur í máli gagnvart fólki sem hann titlaði sem svikara. Hann sagði Vesturlönd ætla að reiða sig á slíka svikara til að veikja Rússland. Ríkið væri þó vel í stakk búið til að finna þá. „Rússneska þjóðin mun ávallt geta greint sanna föðurlandsvini frá úrhrökum og svikurum og hreinlega spýta þeim út úr sér eins og flugu sem flýgur óvart upp í munn þeirra, hrækja þeim á götuna,“ sagði Pútín í ávarpinu. Hann bætti við að hann væri sannfærður um að þessi „náttúrulega og nauðsynlega hreinsun“ myndi styrkja rússneska ríkið.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Vaktin: Íbúi í Maríupól segir börn deyja vegna ofþornunar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. 22. mars 2022 14:00 Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30 Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21. mars 2022 14:24 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vaktin: Íbúi í Maríupól segir börn deyja vegna ofþornunar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. 22. mars 2022 14:00
Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30
Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21. mars 2022 14:24
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14
Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01