Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2022 06:30 Biden hefur einnig varað við netárásum af hálfu Rússa, líkt og sést á tístinu í fréttinni. epa Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira