Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. mars 2022 08:31 Vélin á vegum China Eastern Airlines. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20. Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20.
Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira