Biden og Xi ræðast við í dag: Hvað gera Kínverjar? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2022 06:30 Innsetningin „Skák og mát gegn heiminum“ á Fallas-hátíðinni í Valencia á Spáni. epa/Juan Carlos Cardenas Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jingping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Um er að ræða fyrsta samtal leiðtoganna frá því í nóvember í fyrra og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira