Biden og Xi ræðast við í dag: Hvað gera Kínverjar? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2022 06:30 Innsetningin „Skák og mát gegn heiminum“ á Fallas-hátíðinni í Valencia á Spáni. epa/Juan Carlos Cardenas Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jingping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Um er að ræða fyrsta samtal leiðtoganna frá því í nóvember í fyrra og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira