Erlent

Vaktin: Segja hundruð þúsunda hafa snúið aftur til Úkraínu

Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Slökkviliðsmenn berjast hér við mikinn eld í vöruskemmu í útjaðri Kænugarðs, eftir sprengjuárás Rússa.
Slökkviliðsmenn berjast hér við mikinn eld í vöruskemmu í útjaðri Kænugarðs, eftir sprengjuárás Rússa. AP/Vadim Ghirda

Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag.

Helstu tíðindi:

  • Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls.
  • Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól.
  • Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar.
  • Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. 
  • Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn.

Hér má finna vakt gærdagsins.

Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×