Veður

Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í nótt og í fyrramálið taka gular viðvaranir gildi á landinu öllu. Búast má við lélegum akstursskilyrðum og stormi.
Í nótt og í fyrramálið taka gular viðvaranir gildi á landinu öllu. Búast má við lélegum akstursskilyrðum og stormi. Veðurstofa Íslands

Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn.

Fyrstu viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa klukkan þrjú í nótt vegna suðaustan hvassviðris eða storms og snjókomu. Búast má við suðaustan 18-25 metrum á sekúndu, snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni. Veðrið lægir þegar líða tekur á kvöldið. 

Viðvaranirnar taka gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan fjögur í nótt. Búast má við 13-20 metrum á sekúndu á svæðinu og éljagangi eða snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu skyggni.

Við Breiðafjörð taka viðvaranir gildi klukkan fimm í nótt en klukkan sex á Vestfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi vestra taka þær gildi klukkan sjö og á Norðurlandi eystra klukkan níu í fyrramálið. Á Austurlandi að Glettingi taka þær gildi klukkan níu í fyrramálið og sama má segja á Austfjörðum. 

Viðvaranirnar taka þá gildi á Suðausturlandi klukkan fimm í nótt og klukkan fjögur í nótt á Miðhálendinu. Allar viðvaranir gilda til miðnættis á morgun og einkennist veðrið af lélegum akstursskilyrðum og hvassviðri. 


Tengdar fréttir

Kröpp lægð veldur hvass­viðri með snjó í nótt og á morgun

Lægðin sem stjórnaði veðrinu í gær er enn á Grænlandshafi en hún hefur grynnst töluvert. Veðrið verður því áfram svipað en vindurinn þó öllu minni, suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og éljagangur, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert.

Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart

Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×