Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 22:31 Nái ráðherrann fram vilja sínum mun fólk ekki mega reykja í Danmörku þrátt fyrir háan aldur eftir nokkra áratugi. Finn Winkler/Getty Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri. Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri.
Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira