Eigendur Man Utd íhuga að jafna Old Trafford við jörðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2022 07:01 Old Trafford, heimavöllur Manchester United. James Gill/Getty Images Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga nú hvort það sé sniðugast að jafna Old Trafford, heimavöll liðsins, við jörðu og byggja í kjölfarið nýjan völl á sama stað. Stærsta spurningin er hvar liðið ætti að leika heimaleiki sína á meðan framkvæmdum stendur. Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira